17. febrúar 2004
7. sinfónía Mahlers leikin í fyrsta sinn
Á fimmtudaginn mun Sinfóníuhljómsveit Íslands leika sinfóníu nr. 7. eftir Gustav Mahler og er það í fyrsta sinn sem hún fær að hljóma í flutningi SÍ. Verkið hefur áður verið leikið hér á landi, en það var árið 1992 sem Sinfóníuhljómsveit æskunnar flutti það á tónleikum. Það er því ekki alveg rétt sem komið hefur fram í auglýsingum að verkið sé leikið hér í fyrsta sinn og biðjumst við velvirðingar á því. Efnisskráin er á sínum stað og eins og við var að búast er hún bæði fróðlega og skemmtileg. Að sjálfsögðu er einfaldast að kaupa miða á netinu!