23. febrúar 2004
Arnaldur leikur gítarkonsert Karólínu
Það er ávallt tilhlökkunarefni að heyra íslensk tónverk sem hafa ekki fengið að hljóma áður hér á landi. Á fimmtudaginn gefst áheyrendum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands tækifæri að heyra gítarkonsert eftir Karólínu Eiríksdóttur sem hún samdi að beiðni argentínska gítarleikarans Sergio Puccini. +++Sá frumflutti verkið með Sinfóníuhljómsveitinni í Santa Fé í Argentínu, í júní 2001. Það er gítarleikarinn Arnaldur Arnarson sem fær það skemmtilega hlutverk að frumflytja gítarkonsertinn á íslenskri grundu. Auk konsertsins eru á efnisskránni tvö önnur verk: Inngangur að Choros efitr Heitor Villa Lobos og 5. sinfónía Pjotr Tsjajkovskíkjs. Hljómsveitarstjóri verður Stefan Solyom. Efnisskrá má sjá hérna! Miðasalan á netinu er í fullum gangi: Kaupa miða!