EN

26. febrúar 2004

Tobbi Túba á Leikskólatónleikum

Föstudaginn 28. febrúar verða fyrstu leikskólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári. Í ár er það ævintýrið skemmtilega: Tobbi Túba, eftir George Kleinsinger sem er á dagskrá. Starfsfólk leikskóla getur kynnt sér söguþráð ævintýrisins hér á heimasíðunni, sótt mynd af söguhetjunum sem börnin geta litað og fljótlega hlustað á brot af verkinu. Góða skemmtun. Smellið hér til að lesa söguna og sækja mynd.