2. mars 2004
Bítlaæði rennur á Sinfóníuhljómsveitina
Hafi einhverjir tónlistarmenn markað djúp spor í mannkynssöguna voru það fjórir síðhærðir strákar frá Liverpool. Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt West End frá London kynna: Bítlaæðið, (Beatlemania, the symponical mystery tour) +++magnaða tónlistarveislu í Laugardalshöll dagana 12. og 13. mars.Um er að ræða heimsfrumflutning á nýrri söngskemmtun West End hópsins, þess sama og flutti tónlist ABBA sælla minninga á síðasta ári og tónlist Queen árið þar á undan. Nú er komið að tónlist Bítlanna, einhverrri ástsælustu hljómsveit allra tíma. (KAUPA MIÐA) Á tónleikunum verða flutt öll þekktustu lög Bítlanna af Sinfóníu-hljómsveit Íslands, söngvurum frá West End og sérstakri hrynsveit sem skipuð er úrvalsmönnum: Richard Korn, rafbassi. Roland Hartwell, gítar, Guðmundur Pétursson, rafgítar, Agnar Már Agnarsson, píanó og Ólafur Hólm, trommur. Það er Martin Yates, stofnandi West End í London, sem hefur veg og vanda af útsetningum og er í hlutverki hljómsveitarstjórans en hann kemur með fjóra enska söngvara með sér til þess að syngja á tónleikunum. Þau eru Alex Sharpe, Jacinta White, Dougal Irvine og James Graeme. Eins og áður sagði verða tónleikarnir haldnir í Laugardalshöll 12. og 13 mars. Miðasala er í fullum gangi og ekki seinna vænna að fara að festa sér miða. Verðið á tónleikana er tvískipt, 3500 krónur í sæti og 3000 krónur í stúku.