EN

2. mars 2004

Afmælistónleikar Söngskólans 5. & 6. mars

Söngskólinn í Reykjavík stendur á tímamótunm þessa dagana. 30 ár eru liðin frá stofnun skólans og til þess að fagna þeim tímamótum ætla nokkrar af skærustu söngstjörnum landsins að syngja á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, 5. og 6. mars næstkomandi undir stjórn Garðars Cortes. +++Miðasala er í síma 545 2500. Á tónleikunum koma fram þau Kristinn Sigmundsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Eivör Pálsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Snorri Wium og Þorgeir J. Andrésson. Einnig koma fram upprennandi söngvarar úr óperudeild Söngskólans í Reykjavík, kór núverandi nemenda og Óperukórinn í Reykjavík.