EN

16. mars 2004

Serenaða fyrir horn, tenór og strengi

“Þetta er nú ekki mikilvægt verk, en nokkuð áheyrilegt, held ég” sagði Britten um serenöðuna sína. Aðrir hafa hins vegar viðrað þá skoðun að ekkert tónverk fangi inntak ljóða á jafn töfrandi hátt. Joseph Ognibene, fyrsti hornleikarI SÍ og skoski tenórinn Paul Agnew flytja verk Brittens á tónleikunum á fimmtudaginn, undir stjórn Rumons Gamba. +++ “ Það er ekki hægt að heyra á þessum verkum að þau séu samin af 16 ára stráklingi” segir Árni Heimir Ingólfsson meðal annars í efnisskrá tónleikanna og vísar þar til Divertimento í D-dúr sem er annað verka kvöldsins eftir Mozart, en 29. sinfónía undrabarnsins hljómar á seinni helmingi tónleikanna. “Sjakonnan í g-moll sem hér er flutt var að öllum líkindum samin þegar Purcell var 21s árs gamall. Hún ber vott um meistaralegt vald hins unga tónskálds yfir formi sem gerir miklar kröfur jafnt tæknilega sem músíkalskt” segir einnig í efnisskránni. Efnisskrána og þýðingar Reynis Axelssonar á ljóðunum sem Benjamin Britten samdi verk sitt við má finna á heimasíðu SÍ: /default.asp?page_id=3537