EN

28. apríl 2004

Uppselt á fimmtudag, örfá sæti föstudag

Nú eru síðustu miðarnir á tónleika vikunnar að hverfa úr miðasölunni. Uppselt á fimmtudag og sárafáir miðar eftir á föstudagstónleikana. Fyrir þá sem sitja eftir með sárt ennið er sjálfsagt að hafa samband við miðasölu. Ósóttar pantanir á tónleikana verða seldar samdægurs, svo enn er von ef viljinn er fyrir hendi.