29. apríl 2004
Ute Lemper - einstakur, töfrandi söngfugl
Dagana 6. og 7. maí mun þýska söngkonan Ute Lemper syngja á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói. Að ætla sér að hengja merkimiða á Ute Lemper er ekki einfalt. Hún er fráleitt við eina fjölina felld í listsköpun sinni og á að baki stórmerkilegan feril þrátt fyrir að hafa einungis eitt ár um fertugt. (Skoða efnisskrá) +++Hún lærði leiklist, dans og söng og hefur fengist við fjölbreytilega tónlistarsköpun þó hún hafi líklega verið mest áberandi í hlutverki dramatísku dívunnar; kabarett- og söngleikjastjörnunnar sem sækir fyrirmynd sína og innblástur til Marlene Dietrich og Edith Piaf. Samvinna hennar og annarra tónlistarmanna eins og og Tom Waits, Nick Cave, Roger Waters, Elvis Costello, kvikmyndatónlistarmannnsins Michael Nyman og tónskáldsins Philip Glass hefur vakið verðskuldaða athygli. Hún var eftirminileg í kvikmynd Roberts Altman, Prêt à Porter og svo leggur hún líka stund á myndlist og hefur haldið nokkrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. Ute Lemper er fjöltyngd, fjölþjóðleg listakona sem hikar ekki við að hræra saman ólíkum straumum og stefnum og sækja sér innblástur um allan heim. Hún er einnig býsna trú þeim stíl sem hún tileinkar sér í það og það sinnið og á tónleikum hennar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dagana 6. og 7. maí, verður efnisskráin að mestu helguð tónlist Kurt Weil, Jacques Brel, Astor Piazolla og hennar sjálfrar. Efnisskráin verður birt innan skamms á heimasíðunni.