EN

12. maí 2004

Sinfóníuhljómsveitin ásamt söngkonunni Olgu Borodinu á Listahátið í Reykjavík

Sinfóníuhljómsveitin tekur þátt í Listahátíð Reykjavíkur og mun að þessu sinni leika á tónleikum með Olgu Borodinu en hún er er ein eftirsóttasta mezzósópransöngkona heimsins. Miðasala er hjá Listahátíð í síma 552 8588 en einnig er hægt að kaupa miða á heimasíðu Listahátíðar. Tónleikarnir er á dagskrá miðvikudaginn 19. maí og laugardaginn 22. maí í Háskólabíói.