3. júní 2004
Heiðursstjórnandinn Vladimir Ashkenazy stýrir lokatónleikunum á starfsárinu
Pulcinella, Eldfuglinn og Vorblótið eftir Ígor Stravinskíj verða á dagskrá lokatónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári og það er sjálfur Vladimir Ashkenazy sem heldur um tónsprotann. Efnisskráin er á sínum stað! Í heild hefur árið verið býsna gott fyrir hljómsveitina, aðsókn með betra móti, vel heppnuð tónleikaferð til Þýskalands að baki, Rumon Gamba framlengdi samning sinn við hljómsveitina og við færðumst nokkur skref áfram í átt að byggingu tónlistarhúss. Innan skamms verður dagskrá næsta starfsárs kynnt.