4. júní 2004
Aðalfundur Vinafélagsins verður haldinn 10. júní á Hótel Sögu á undan tónleikakynningu
Fimmtudaginn 10. júní 2004 kl. 18.00 verður aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands haldinn í Sunnusal Hótel Sögu. Að fundinum loknum verður Árni Heimir Ingólfsson með kynningu á lokatónleikum starfsársins. Að tónleikunum loknum efnir SMFSÍ til fagnaðar í Tæknigarði líkt og venjan er eftir síðustu tónleika starfsársins. Meðlimir Vinafélagsins eru hjartanlega velkomnir. Léttar veitingar, aðgangseyrir er aðeins 800 krónur. Dagskrá aðalfundarins +++ Dagskrá aðalfundarins 1) Skýrsla og reikningar stjórnar fyrir liðið starfsár. 2) Umræður um skýrslu og reikninga. 3) Lagabreytingar. 4) Kosning stjórnar fyrir komandi starfsár. 5) Kosning tveggja skoðunarmanna. 6. Ákvörðun árgjalds. 7) Önnur mál. Við vonumst til að sem flestir geti mætt og viðrað hugmyndir sínar um starfið. Við viljum einnig nota tækifærið og hvetja félagsmenn til að kynna félagið meðal vina og vandamanna. Strax á eftir aðalfundinn verður samverustund með Árna Heimi Ingólfssyni fyrir síðustu tónleika vetrarins. Á efnisskránni eru verk eftir Stravinskíj undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Við vonum að við sjáum sem flesta á aðalfundinum, og á samverustundinni með Árna Heimi. Dagskrá Vinafélagsins fyrir næsta ár verður síðan kynnt rækilega í tónleikaskránni sem verður send öllum í sumar. Með sumarkveðjum Stjórn Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands