29. júní 2004
Ný tónleikaröð fyrir alla fjölskylduna hefur göngu sína næsta haust
Sinfóníuhljómsveit Íslands hleypir af stokkunum spennandi nýjung á næsta starfsári. TÓNSPROTINN er glæný fjögurra tónleika röð sem býður upp á barnvæna, skemmtilega efnisskrá fyrir alla fjölskylduna. Á fyrstu tónleikunum, sem eru fyrirhugaðir í október, verður lagt upp í ferðalag um heiminn og komið víða við á framandi slóðum og leikin tónlist frá þeim áfangastöðum. Kvikmynda-og jólatónleikarnir eru einnig partur af TÓNSPROTANUM en vinsældir þeirra hafa vaxið mikið síðustu árin. +++Síðustu tónleikar TÓNSPROTANS á starfsárinu eru á dagskrá 2. apríl, á 200 ára ártíð H.C. Andersen. Af því tilefni verður flutt tónverk eftir Bent Lorentzen, eitt virtasta tónskáld Dana, en hann hefur samið tónlist við ævintýrið góða um Eldfærin. Udanfarin 10 ár hefur Sinfóníuhljómsveitin boðið leikskólabörnum á tónleika á hverju starsfári og ljóst að þar hefur verið sáð fræjum sem nú eru farin að spretta. Þetta fræðslustarf SÍ hefur skilað sér í auknum áhuga barna á sígildri tónlist og jafnframt virðist áhugi foreldra á að kynna börnum sínum klassískar tónbókmenntir fara vaxandi. Nú eru foreldrar, ömmur, afar og forráðamenn allir, einnig boðnir sérstaklega velkomnir í skemmtilega upplifum í Háskólabíó næsta vetur. Áskriftarverði og verði á lausamiðum er stillt í hóf. Þannig kostar stakur miði á tónleika í röðinni aðeins 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri. Áskriftarverð fyrir sama hóp er einungis 3400 krónur. Fullorðnir greiða 1500 krónur fyrir stakan miða en geta keypt áskriftarkort á 5100 krónur. Allir tónleikarnir eru á laugardögum klukkun 15.00. 9. október 2004 - Tónsprotinn á ferð og flugi Tónsprotinn, tónleikaröð fjölskyldunnar, laugardagur kl. 15.00, Háskólabíó Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Malcolm Arnold: Tam O’Shanter, forleikur, op. 51 Johannes Brahms: Ungverskur dans Manuel de Falla: Elddansinn úr El amor brujo Sergej Prókofíev: Troika úr Kijé lautinant Pjotr Tsjajkovskíj: Kínverskur dans úr Hnotubrjótnum Aaron Copland: Hoe-Down úr Rodeo 13. nóvember 2004 Kvikmyndatónleikar Tónsprotinn, tónleikaröð fjölskyldunnar, laugardagur kl. 19.30, Háskólabíó, Hljómsveitarstjóri: Frank Strobel Safety last! (Klukkan tifar) Harold Llyod 18. desember 2004 Jólatónleikar Tónsprotinn, tónleikaröð fjölskyldunnar, laugardagur kl. 15.00, Háskólabíó, Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson 2. apríl 2005 – Ævintýratónleikar Tónsprotinn, tónleikaröð fjölskyldunnar, laugardagur kl. 15.00, Háskólabíó H.C. Andersen – tveggja alda minning Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson Árni Björnsson: Forleikur að Nýjársnóttinni H.C. Andersen / Bent Lorenzen: Eldfærin Benjamin Britten: Hljómsveitin kynnir sig A Dog’s Life (Hundalíf) Charles Chaplin