EN

1. september 2004

Söngstjarnan Maríus Sverrisson syngur söngleikjaperlur á upphafstónleikum

Það er við hæfi á fyrstu tónleikum nýs starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands að til leiks skuli kynnt ný íslensk söngstjarna á hraðri uppleið í tónlistarheiminum. Maríus Sverrisson var ein af stjörnum sýningar Neue Flora leikhússins í Hamborg á söngleiknum Titanic. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í tíu mánuði og alls sá hana hálf milljón manna. Maury Yeston, höfundur þessa Tony-verðlaunaða Broadway-söngleiks um glæsiskipið ósökkvandi, varð svo hrifinn af flutningnum í Hamborg að hann samdi nýjan dúett sérstaklega fyrir Maríus og söngkonuna Jasmin Madwar og bætti honum við verkið. KAUPA MIÐA!+++ Maríus Sverrisson hefur áður vakið athygli í söngleikjum á borð við Sound of Music, Moses (á West End) og Cabaret auk þess sem hann hefur komið fram í sjónvarpi í Austurríki og Þýskalandi. Á fyrstu tónleikum sínum með Sinfóníuhljómsveit Íslands syngur hann lag úr Titanic, falleg íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Þórarinssonar, hinn ódauðlega söng Kurts Weills og Bertolts Brechts um þrjótinn Makka hníf og Broadway Baby úr Follies eftir ókrýndan konung bandarískra söngleikjahöfunda, Stephen Sondheim. Þær hetjur og andhetjur sem verða heiðraðar í söng og tónlist eru meðal annars drykkjurúturinn Tam O’Shanter, réttláti ræninginn í Nottingham-skíri, Hrói höttur, Björn í Mörk, Kári Sölmundarson og hrekkjalómurinn þýski Ugluspegill. En þegar verk Richard Strauss um hann var flutt í Bandaríkjunum árið 1900 signdi gagnrýnandi í Boston sig og skrifaði: „Heiðursmaður hefði aldrei látið sér detta í hug að semja svona lagað. Þetta er hrein ósvífni. Vera má að til séu staðir fyrir svona tónlist, en það er vissulega óviðeigandi að leika hana þar sem konur eru viðstaddar.“ Tónlistarvinir af báðum kynjum eru hinsvegar velkomnir á upphafstónleika Sinfóníunnar og við fullyrðum að þeim verði ekki meint af, nema síður væri. Upphafstónleikar Fimmtudag 9. september 2004, kl. 19.30 Háskólabíói, miðaverð 2.800 / 2.400 Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einsöngvari: Maríus Sverrisson Erich Wolfgang Korngold: Robin Hood Maury Yeston: Kyndarasöngur úr Titanic Jón Þórarinsson: Þrír mansöngvar Malcolm Arnold: Tam O’Shanter, op. 51 Jón Leifs: Björn að baki Kára úr Sögusinfóníunni Kurt Weill: Mackie Messer úr Túskildingsóperunni Stephen Sondheim: Broadway Baby úr Follies Richard Strauss: Till Eulenspiegels