2. september 2004
Opið hús hjá Sinfóníuhljómsveitinni laugardaginn 11. september. Frábær skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna
Þann 11. september næstk. opnum við dyrnar upp á gátt í Háskólabíói og bjóðum gestum og gangandi að koma og skoða, fræðast, hlusta og skemmta sér. Börnin eru sérstaklega velkomin, enda verða þau Birta og Bárður úr Stundinni okkar gestgjafar og munu kynna atriði dagsins. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Léttar veitingar í boði og heppnir gestir munu halda heim með áskriftir upp á vasann.+++ Dagskráin í heild lítur svona út: Dagskrá Sinfóníudagsins: 13.00 – 14.30 ÚR EINUM SAL Í ANNAN Háskólabíó, salir 1,2,3,4 og 5. Allt iðar af lífi og í hverjum sal er eitthvað nýtt og spennandi. Heimsækið alla salina og fræðist nánar um einstök hljóðfæri , heyrið hljóðfæraleikarana kynna sig og sitt starf. Spurjið hvort þið megið prófa! 14.30 – 15.30 SKEMMTUN Í STÓRA SALNUM ERINDI Randall Davidson: Young Lutherans Guide to the Orchestra Erindreki: Valur Freyr Einarsson SÖNGATRIÐI Einsöngvari: Maríus Sverrisson HAPPDRÆTTI Dregið í happdrætti og sigurverðlaun afhent! NEI HÆTTU NÚ ALVEG! Hvað gerist þegar hljóðfæraleikararnir skipta um hljóðfæri? Jean Sibelius: Finlandia ALLIR SAMAN NÚ Brahms: Ungverskir dansar Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Sigvaldi Kaldalóns: Á Sprengisandi Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba