9. nóvember 2004
Brot úr Fjórða söng Guðrúnar á dagskrá Myrkar Músíkdaga í febrúar
Haukur Tómasson fékk nýlega tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt: Fjórði söngur Guðrúnar og veitti hann verðlaununum viðtöku við athöfn í ráðhúsinu í Stokkhólmi á dögunum. Brot úr óperunni verður leikið á dagskrá tónlistarhátíðar Tónskáldafélags íslands, Myrkum Músíkdögum, í febrúar á næsta ári en þess má geta að þá fagnar hátíðin 25 ára afmæli sínu því hún hóf göngu sína árið 1980. Á tónleikunum verður einnig leikið verkið Ardente eftir Hauk og þar er um frumflutning á Íslandi að ræða. Það á einnig við um verk Jóns Nordal: Venite ad me, fyrir barnakór og hljómsveit. Einnig hljómar Draumnökkvi fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Atla Heimi Sveinsson og nýtt verk eftir Kjartan Ólafsson sem hefur ekki enn fengið nafn.