Yfirlýsing frá Sinfóníuhljómsveit Íslands
Vegna frétta af fyrirhuguðum tónleikum söngvarans Placido Domingo, í mars á næsta ári hér á landi, er rétt að taka það fram að ekkert samkomulag liggur fyrir um þátttöku Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þeim tónleikum. Fréttir þess efnis að hljómsveitin muni leika undir á tónleikum söngvarans í Egilshöll, hafa birst síðustu daga, en þær eiga ekki við rök að styðjast.- Eldri frétt
- Næsta frétt