EN

10. desember 2004

Hátíðartónleikarnir voru sérstaklega glæsilegir

Það var einstakt andrúmsloft á Hátíðartónleikum gærkvöldsins þar sem Osmo Vänskä sannaði hvers vegna hann er einn af eftirsóttari hljómsveitarstjórum heimsins í dag. Viðmælendur netfréttanna voru allir á einu máli þegar talið barst að frammistöðu hljómsveitar, einleikara og hljómsveitarstjóra; Stórglæsilegt. Eftir að tónleikunum lauk beið gesta veislumatur sem reiddur var fram í boði KB-banka og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.