EN

10. janúar 2005

Josef Haydn og Hallgrímur Pétursson

Árið 1785, þegar tónskáldið Franz Joseph Haydn stóð á hátindi ferils síns barst honum óvenjuleg pöntun frá dómkirkjunni í Cádiz í Andalúsíu: röð hljómsveitarverka sem byggðu á síðustu orðum Krists á krossinum, sem átti að flytja í rökkvaðri kirkju sem eins konar „passíu“ í dymbilviku. Þættir verksins bera nöfn eins og: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig, Faðir fyrirgef þeim því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra. Á tónleikunum les rithöfundurinn Pétur Gunnarsson upp úr Passíusálmunum, en það verk hefur hann áður leyst af hendi með glæsibrag í Ríkisútvarpinu á föstunni. +++ Það verður fróðlegt að heyra samhljóm Hallgríms Péturssonar og Josef Haydn; túlkun tveggja listamanna á dauða og pínu Krists, manna sem ríflega heil öld og heilt úthaf skilur að. Þessi útgáfa af verki Haydns, Sjö síðustu orð Krists, hefur ekki áður verið á dagskrá hljómsveitarinnar, það hefur verið flutt áður árið 1991, með fjórum söngvurum undir stjórn Páls P. Pálssonar, í Langholtskirkju. Að auki verður San Francisco Polyphony, eftir György Ligeti, á dagskrá tónleikanna og er það í fyrsta sinn sem það verk er leikið af SÍ. Hljómsveitarstjóri er Ilan Volkov en þess má geta að hann stýrði tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir um tveimur árum en þá lék Sharon Bezaly flautukonsert Hauks Tómassonar. Háskólabíó Fimmtudagur 13. janúar kl. 19.30 Hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov Upplestur: Pétur Gunnarssson György Ligeti: San Francisco Polyphony (1974) Hlé Franz Joseph Haydn: Sjö síðustu orð Krists á krossinum (1786) Inngangur – Maestoso ed adagio Largo (Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra) Grave e cantabile (Í dag skaltu vera með mér í Paradís) Grave (Kona, nú er hann sonur þinn. Nú er hún móðir þín) Largo (Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?) Adagio (Mig þyrstir) Lento (Það er fullkomnað) Largo (Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn) Jarðskjálftinn – Presto e con tutta la forza