1. febrúar 2005
Vetrarhátíð í Reykjavík. SÍ flytur tónverk Barða Jóhannssonar við kvikmyndina Häxan
Sinfóníuhljómsveit íslands tekur þátt í Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar og mun flytja tónverk Barða Jóhannssonar við kvikmyndina Häxan í Háskólabíói undir sýningu myndarinnar, laugardaginn 19 febrúar. Aðgangur er ókeypis á tónleikana sem hefjast klukkan 15.00. +++ Óhætt er að fullyrða að hátíðin sem nú er haldin í fjórða sinn hafi aldrei verið jafn fjölbreytt og spennandi. Dagskráin hefst fimmtudaginn 17. febrúar og stendur til sunnudagsins 20. febrúar. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Hljómsveitartsjóri er Esa Heikkilä, en hann stýrði hljómsveitinni á Myrkum músíkdögum fyrir skemmstu.