EN

8. febrúar 2005

Söngvarar - nú er tækifærið. Prufusöngur í Háskólabíó 16. mars.

Þann 26. janúar 2006 verða liðin 250 ár frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun halda upp á afmæli tónskáldsins með því að tileinka honum þrenna tónleika starfsársins 2005-2006. Meðal verka sem flutt verða eru Sálumessa Mozarts og óperan Clemenzia de Tito. +++ Af þessu tilefni hyggst SÍ efna til prufusöngs í Háskólabíói miðvikudaginn 16. mars kl. 14.00 - 17.00 en ekki þriðjudag eins og áður kom fram. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og söngreynslu skulu sendar til tónleikastjóra SÍ, Háskólabíói við Hagatorg, 107 Rvík., netfang helga@sinfonia.is fyrir 8. mars næstkomandi. Þátttakendur skulu syngja tvær aríur og/eða lög og skal a.m.k. annað þeirra vera eftir Mozart. Þátttakendur skulu koma með sinn eigin meðleikara.