EN

28. febrúar 2005

Leikskólabörn í heimsókn hjá hljómsveitinni

Þessa dagana munu um það bil 4000 leikskólabörn koma á tónleika hjá hljómsveitinni en leikskólatónleikarnir hafa verið árviss viðburður í meira en áratug. Það var ekki annað að sjá og heyra á tónleikunum í dag en að börnin skemmtu sér vel og allir tóku hraustlega undir þegar hljómsveitin lék meðal annars lag Stuðmanna Fönn fönn fönn. Skúli Gautason er sögumaður, kynnir og altmúlígmaður á tónleikunum en hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson.