EN

1. mars 2005

Áskrifendur SÍ fá tilboð á kvikmyndina um Óperudrauginn

Sambíóin bjóða áskrifendum SÍ gott tilboð á forsýningu kvikmyndarinnar Phantom of the Opera 2. mars næstkomandi en þeim stendur til boða að kaupa miða á 600 krónur. Fullnægjandi er að framvísa skírteini í miðasölu bíósins. Þess má geta að kvikmyndin hefur verið tilnefnd til þriggja óskarsverðlauna, meðal annars fyrir besta lag (Learn to be Lonely), listræna stjórnun og kvikmyndatöku. Sýning myndarinnar hefst klukkan 20.00.