EN

10. mars 2005

Liene Circene leikur með hljómsveitinni á fernum tónleikum á þremur dögum

Fimmtudaginn 17. mars og föstudaginn 18 mars, klukkan 19.30, heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika í Háskólabíó sem margir hafa beðið með nokkurri eftirvæntingu. Á efnisskránni mörg skemmtileg verk en það er ekki síður koma píanóleikarans Liene Circene sem vekur eftirvæntingu. Hún hefur vakið gríðarlega athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum hér á landi og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. +++Auk þess að leika á áðurnefndum tónleikum verður Liene með á sérstökum kynningartónleikum sem fyrirhugaðir eru að morgni föstudagsins 18. nánar til tekið klukkan 10.30. Þar verður kynslóðarbilið brúað því bæði háskólanemendur og eldri borgarar hafa fengið boð á tónleikana. Á laugardeginum leggur Sinfóníuhljómsveitin upp í tónleikaferð til Vestmannaeyja og leikur þar ásamt Liena. Nánar er hægt að lesa um þá tónleika í annarri frétt á síðunni! Efnisskráin tónleikanna 17. og 18. mars í grænni tónleikaröð er þessi: Engelbert Humperdinck (1854-1921): Forleikurinn að óperunni Hans og Gréta (1893) Anatoly Liadov (1855-1914): Baba Jaga (1904) Töfravatnið (1909) Pjotr Tsjajkovskíj (1840-1893): 1. og 3. þáttur úr ballettsvítunni Þyrnirós (1889) Franz Liszt (1811-1886): Dauðadans fyrir píanó og hljómsveit (1849) Cecar Franck (1822-1890): Les Djinns f. píanó og hljómsveit (1884) Richard Wagner (1813-1883): Skógarþytur úr óperunni Siegfried (1871) Gustaf Holst (1874-1934): Perfect Fool Ballet (1922)