Tónleikaferð til Vestmannaeyja laugardaginn 19. mars.
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í hljómleikaferð um næstu helgi og heimsækir Vestmannaeyjar. Fyrirhugaðir eru tónleikar í Höllinni í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. mars og hefjast þeir klukkan 17.00. Miðasala fer einnig fram í Höllinni og hefst tveimur stundum fyrir tónleikana eða klukkan 15.00. Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 2000 krónur, börn yngri en 12 ára og námsmenn sem framvísa námsmannaskírteinum fá miðana á 1000 krónur. Á tónleikunum leikur lettneski píanóleikarinn Liene Circene. Efnisskrá +++tónleikanna er þessi: Höllin í Vestmannaeyjum klukkan 17.00 Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Liene Circene Engelbert Humperdinck: Forleikurinn að óperunni Hans og Gréta Anatoly Liadov: Töfravatnið Franz Liszt: Dauðadans fyrir píanó og hljómsveit Richard Wagner: Skógarþytur úr óperunni Siegfried Oddgeir Kristjánsson: Lagasyrpa (úts. Magnús Ingimarsson) Pjotr Tsjajkovskíj: 1. 3. og 5. þáttur úr ballettsvítunni Þyrnirós
- Eldri frétt
- Næsta frétt