EN

5. apríl 2005

Vengerov var stórkostlegur segja hljóðfæraleikarar SÍ

Æfingar fyrir tónleika vikunnar með Maxim Vengerov ganga vel og miðasalan á seinni tónleikana, laugardaginn 9. apríl, hefur heldur betur tekið kipp. Þeir hljóðfæraleikarar sem rætt var við í dag voru á einu máli um það að áheyrendur ættu í vændum konsert sem munað yrði eftir. Frammistaða Vengerovs hefur verið stórkostleg á æfingum og verk Júsupovs hefur hrifið hljóðfæraleikara og aðra hlutaðeigendur. +++ Vengerov leikur á víólu og raf-fiðlu á tónleikunum og bregður sér einnig í dansskóna. Smíðaður hefur verið danspallur fyrir Vengerov og hina brasilísku Christiane Palha, sem sjá á myndinni hér á síðunni, sem kemur til þess að stíga seiðandi tangó með kappanum í einum kafla verksins. Það lítur allt út fyrir það að í vændum sé stórfínn konsert. Svo vitnað sé í orð hljóðfæraleikara: "Vengerov var hreint stórkostlegur". Miðasalan er í fullum gangi á netinu og á skrifstofu hljómsveitarinnar í síma 545 2500.