18. apríl 2005
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika á Flúðum föstudaginn 22. apríl
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með tvenna tónleika undir stjórn aðalhljómsveitarstjórans Rumon Gamba, á Flúðum föstudaginn 22. apríl. Strax klukkan 17.00 hefjast skólatónleikar þar sem öllum börnum er boðið að koma og hlýða á spennandi efnisskrá í kynningu leikarans góðkunna Atla Rafns Sigurðarsonar og þar munu einnig koma fram Sameinaðir barnakórar Árnessýslu. Klukkan 20.00 verða svo hefðbundnir Sinfóníutónleikar með fjölbreyttri efnisskrá. Fram koma: Miklos Dalmay, Sameinaðir kirkjukórar úr uppsveitum Árnessýslu og Karlakór Hreppamanna. Kórstjóri er Edit Molnar. Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur en aðeins 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri. Báðir tónleikar verða í Íþróttahúsinu á Flúðum og þar verður einnig miðasala á tónleikana. +++ Skólatónleikar kl. 17.00 (frítt fyrir börn) Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Kynnir: Atli Rafn Sigurðarson Kór: Sameinaðir barnakórar Árnessýslu. Efnisskrá: A. Liadov: Baba Yaga P. Tchaikovsky: Þyrnirós, 5. þáttur E. Elgar: Enigma tilbrigði, nr. 11 L. Delibes: Sylvie, 3. þáttur Jón Leifs: Dýravísur Jón Leifs Siglingavísur S.Kaldalóns/PPP: Á Sprengisandi Tónleikar kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Miklos Dalmay Kórar: Sameinaðir kirkjukórar úr uppsveitum Árnessýslu, og Karlakór Hreppamanna Kórstjóri: Edit Molnar Efnisskrá: Hector Berlioz: Tveir dansar úr óperunni Fordæming Fausts Charles Gounod: Hermannakórinn úr óperunni Faust Sigurður Ágústsson: Suðurnesjamenn Edward Elgar: Nimrod, þáttur úr Enigma tilbrigðunum Ludwig van Beethoven: Kóralfantasía Sigurður Ágústsson: Árnesþing Miðasala við innganginn Miðaverð kr 2.000.- og kr. 1.000.- fyrir 16 ára og yngri