9. maí 2005
Aðalfundur Vinafélagsins haldinn 12. maí
Aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldinn fimmtudaginn 12. maí í Sunnusal á Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 17.45 og að honum loknum verður hefðbundin tónleikakynning með Árna Heimi. Aðalfundarboðið fylgir hér að neðan:+++ FRÁ VINAFÉLAGI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS FUNDARBOÐ Kæri félagi Fimmtudaginn 12. maí 2005 kl. 17.45 verður aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands haldinn í Sunnusal Hótel Sögu. Dagskrá aðalfundarins 1) Skýrsla og reikningar stjórnar fyrir liðið starfsár. 2) Umræður um skýrslu og reikninga. 3) Lagabreytingar. 4) Kosning stjórnar fyrir komandi starfsár. 5) Kosning tveggja skoðunarmanna. 6. Ákvörðun árgjalds. 7) Önnur mál. Við vonumst til að sem flestir geti mætt og viðrað hugmyndir sínar um starfið. Við viljum einnig nota tækifærið og hvetja félagsmenn til að kynna félagið meðal vina og vandamanna. Strax á eftir aðalfundinn verður samverustund með Árna Heimi Ingólfssyni fyrir síðustu tónleika vetrarins. Á efnisskránni er 9. sinfónía mahlers undir stjórn Vladimirs Ashkenazys. Við vonum að við sjáum sem flesta á aðalfundinum, og á samverustundinni með Árna Heimi. Dagskrá Vinafélagsins fyrir næsta ár verður síðan kynnt rækilega í tónleikaskránni sem verður send öllum í sumar. Með sumarkveðjum Stjórn Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands