EN

14. maí 2005

Einar Jóhannesson og Dimitri Ashkenazy leika konsert fyrir tvær klarinettur

Fimmtudaginn 19. maí verður tékknesk tónlist í algleymingi á tónleikum SÍ. Einar Jóhannesson og Dimitri Ashkenazy munu meðal annars leika konsert fyrir tvær klarinettur eftir Franz Krommer. Auk þess verða á dagskrá tónleikanna Moldá eftir Bedrich Smetana og Sinfónía nr. 9 eftir Antonín Dvorák, "Frá nýja heiminum." Hljómsveitarstjóri er Gintaras Rinkevičius. Miðasalan er í fullum gang og hægt að ganga frá kaupum í gegnum netið. Þeir sem vilja fræðast meira um tónleikana geta lesið sér til í efnisskrá!