EN

9. ágúst 2005

Hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar gera það gott í sumarfríinu

Stefán Jón Bernharðsson hornleikari vann önnur verðlaun í Alþjóðlegu blásarakeppninni í Lieksa í Finnlandi fyrir skemmstu. Í viðtali Morgunblaðsins við Stefán Jón sagði hann verðlaunin vel geta haft margt gott í för með sér, það sé gott að hafa keppnisverðlaun í ferilsskránni í framtíðinni og aldrei að vita nema að tækifæri til spilamennsku gefist vegna þess. "Það eru ekki það margar keppnir fyrir okkur hornleikara, þannig að það er ákveðinn gæðastimpill að hafa í vasanum verðlaun úr einni þeirra, hvort sem maður fær konkret tilboð í framhaldinu eða ekki."