EN

29. ágúst 2005

Sinfóníudagurinn á laugardag. Opið hús, allir velkomnir

Laugardaginn 3. september verður Sinfóníuhljómsveit Íslands með opið hús frá klukkan 13.00 til 16.00 í Háskólabíói. Allan daginn verður eitthvað skemmtilegt á seyði og nokkrir heppnir gestir halda heim með áskrift upp á vasann því allir geta tekið þátt í skemmtilegu happdrætti sem kostar alls ekki neitt. Bárður og Birta +++úr stundinni okkar verða á staðnum og kynna dagskrána! Léttar veitingar í boði hússins! Dagskráin verður helguð fjölskyldunni allri og tilvalið að koma snemma, skoða hvað er í boði, þiggja ljúfar veitingar og fylgjast með spennandi dagskrá: 13.00 – 14.30 ÚR EINUM SAL Í ANNAN Háskólabíó, salir 1,2,3,4 og 5. Allt iðar af lífi og í hverjum sal er eitthvað nýtt og spennandi. Heimsækið alla salina og fræðist nánar um einstök hljóðfæri , heyrið hljóðfæraleikarana kynna sig og sitt starf. Spyrjið hvort þið megið prófa! 14.30 – 15.30 SKEMMTUN Í STÓRA SALNUM Hljómsveitin leikur Aaron Copland: Fanfare for the common man Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari leikur Dímítríj Sjostakovitsj: Píanókonsert nr. 2 Happdrætti Dregið í happdrætti og sigurverðlaun afhent! 1712 - Forleikur fyrir rosa-stóra hljómsveit Áður óþekkt verk eftir afkomanda Johann Sebastian Bach, eða hvað...? P.D.Q. Bach : Overture for a really big orchestra George Gershwin: Forleikur, Girl Crazy Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson