EN

1. september 2005

Miðasala hefst í dag á skrifstofu og á netinu

Þá hefst nýr kapituli í sögu hljómsveitarinnar sem hóf æfingar í dag að nýju eftir sumarleyfi. Dagskrá vetrarins má skoða í heild sinni hérna á síðunni , hægt er að kaupa miða á einstaka viðburði og áskriftarkort. Mikið verður um dýrðir og við ykkur sem eruð að koma að hlaðborðinu segjum við: Verði ykkur að góðu! +++ Tónlist eftir WOLFGANG AMADEUS MOZART verður áberandi á þessu starfsári. Þess er minnst að 250 ár eru frá fæðingu hans. Árið 2006 verða hundrað ár liðin frá fæðingu DÍMÍTRÍJ SJOSATKOVITSJ. Verkefni RUMONS GAMBA, aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda, að leika allar sinfóníur hans verður fram haldið. Á starfsárinu er komið að sinfóníum nr 8 til 11. JÓN NORDAL fagnar 80 ára afmæli á starfsárinu og því er við hæfi að heiðra hann með stórtónleikum í mars þar sem fram koma alls fimm einleikarar til þess að leika tónlist Jóns. Íslenskir einleikarar verða almennt áberandi á árinu, þau SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR, GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, BRYNDÍS HALLA GYLFADÓTTUR, RÚNAR VILBERGSSON, VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON, ÁSDÍS VALDIMARSDÓTTIR OG STEFÁN RAGNAR HÖSKULDSSON munu öll gleðja tónleikagesti með leik sínum. ERLING BLÖNDAL BENGTSSON verður að sjálfsögðu líka talinn upp með Íslendingunum. Fjórir ungir íslenskir tónlistarnemar munu einnig spreyta sig með hljómsveitinni í vetur. Fjöldi íslenskra söngvara mun þenja raddböndin við undirleik Sinfóníunnar í vetur: DIDDÚ, GUNNAR GUÐBJÖRNSSON, RANNVEIG FRÍÐA BRAGADÓTTIR, GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR, BERGÞÓR PÁLSSON, ÞÓRA EINARSDÓTTIR, SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR, DAVÍÐ ÓLAFSSON OG EYJÓLFUR EYJÓLFSSON eru þar á meðal. Hin stórkostlega Sálumessa Mozarts verður á dagskrá fyrir páska og þá munu HAMRAHLÍÐARKÓRARNIR syngja undir stjórn ÞORGERÐAR INGÓLFSDÓTTUR. GARÐAR CORTES stýrir ÓPERUKÓRNUM Í REYKJAVÍK á sannkallaðri flugeldasýningu í apríl. HLJÓMEYKI tekur þátt í frumflutningi hérlendis á óperu Mozarts La Clemenza Di Tito. KÓR KÁRSNESSKÓLA leggur hljómsveitinni lið í mars en þá fagnar hann 30 ára afmæli sínu. Koma bandarísku sópransöngkonunnar BARBÖRU BONNEY í mars er mikið tilhlökkunarefni en af öðrum einleikurum af erlendu bergi má nefna SHARON BEZALY, BORIS BROVTZYN, RACHEL BARTON, PETER JABLONSKI, HÅVARD GIMSE, STEPHEN HOUGH, ALBAN GERHARDT, ERNST KOVACIC OG OLE EDVARD ANTONSEN. Frumflutt verða fimm íslensk verk á starfsárinu, sinfónía nr. 2 eftir Atla Heimi Sveinsson, fiðlukonsert eftir ÁSKEL MÁSSON, Sjöstirni eftir EIRÍK ÖRN SIGTRYGGSSON, Stund milli stríða eftir ÖNNU S. ÞORVALDSDÓTTUR og verk eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON sem enn hefur ekki fengið nafn. Að auki verða flutt verk eftir HARALD VIGNI SVEINBJÖRNSSON, ÞORSTEIN HAUKSSON OG JÓN NORDAL. Íslenskir dægurlagahöfundar, verða heiðraðir í apríl en þá munu EIVÖR PÁLSDÓTTIR og RAGNHEIÐUR GRÖNDAl syngja gömul íslensk dægurlög, en þau hefur HRAFNKELL ORRI EGILSSON sellóleikari í Sinfóníuhljómsveitinni útsett. Gömlu meistararnir BEETHOVEN, SCHUBERT, DVORÁK og BRAHMS verða að sjálfsögðu ekki langt undan. Úrvalsflokkur hljómsveitarstjóra leggur leið sína í Háskólabíó til starfa með hljómsveitinni, gamlir vinir eins og VLADIMIR ASHKENAZY og PETRI SAKARI eru ávallt auðfúsugestir. PETER GUTH sveiflar tónsprotanum á Vínartónleikunum, Carlos Kalmar kemur í febrúar og CHRISTIAN LINDBERG er væntanlegur í mars til að stjórna. Í febrúar gera Marsbúarnir innrás en þá verður fluttur söngleikur JEFF WAYNES War of the Worlds sem náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum. ANNE MANSON stjórnar á tónleikum í september, KURT KOPECKY og BERNHARÐUR WILKINSON verða einnig með hljómsveitinni. Áskriftarraðirnar verða með sama hætti og í fyrra, Gul og Rauð áskriftarröð innihaldar sjö tónleika, Græn áskriftarröð 5. Tónsprotinn, tónleikaröð fjölskyldunnar sló í gegn á síðasta ári. Líkt og þá samanstendur hún af fjórum skemmtilegum tónleikum, meðal annars kvikmyndatónleikunum sívinsælu en í ár eru það Borgarljós CHAPLINS sem Sinfóníuhljómsveitin mun hljóðsetja á staðnum. Einnig eru jólatónleikarnir partur af röðinni. Hinir kvikmyndatónleikar vetrarins skarta einu af verkum sjálfs ALFREDS HITCHCOOK, Leigjandanum. Tónlistina við kvikmyndina samdi Ashley Irwin. Góðkunningi bíótónleikagesta, FRANK STROBEL stýrir báðum kvikmyndatónleikunum.