EN

5. september 2005

Opið hús hjá hljómsveitinni slær í gegn

Vel var mætt á opið hús Sinfóníuhljómsveitarinnar á laugardaginn. Gestir skemmtu sér hið besta og nutu góðra veitinga. Í hverju einasta skoti og afdrepi hússins beið þeirra eitthvað nýtt og spennandi. Ungir drengir virtust heillast sýnu mest af slagverksherberginu þar sem þeir fengu að spreyta sig á kjuðum og ásláttarfyrirbærum í öllum stærðum og gerðum, enda var hávaðinn verulegur. Síðar um daginn tóku Birta og Bárður öll völd í Stóra Salnum og kynntu dagskrá sem stóð yfir í um klukkustund. Birta stóðst ekki mátið og læddist í konsertflygilinn og tók lagið, hljómsveitin var ekki sein á sér að taka undir og Bárður sá sitt óvænna, stökk í hljómsveitarstjórapúltið og stjórnaði flutningnum. Í það minnsta hreyfði hann hendurnar. Fjórir heppnir gestir unnu áskriftarskírteini fyrir fjóra.