EN

30. september 2005

Aldarafmæli sjálfstæðis fagnað í Noregi

Nú eru 100 ár liðin frá friðsamlegum sambandsslitum Noregs og Svíþjóðar. Í Noregi og víðar, er þessum tímamótum fagnað á ýmsan hátt. Sinfóníuhljómsveitin helgar dagskrá tónleikanna 6. október aldarafmæli sjálfstæðis frænda okkar frá Noregi og býður velkomna þá Havard Gimse píanóleikara, og Eivind Aadland hljómsveitarstjóra. Efnisskráin er að sjálfsögðu norsk að mestum hluta. Verk eftir frægasta tónskáld Norðmanna, meistarann sjálfan Edvard Grieg ásamt verki eftir fremsta nútímatónskáld Noregs í dag, Rolf Wallin. Einnig verður sjöunda sinfónía Beethovens á dagskrá þetta kvöld. Efniskána má lesa á vefnum. Miðasalan er að sjálfsögðu í fullum gangi á netinu!