EN

7. nóvember 2005

Diddú ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Reykjanesbæ

Föstudaginn 11. nóvember klukkan 20.00, heldur Sinfóníuhljómsveitin tónleika í Kirkjulundi, Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Gestur hljómsveitarinnar það kvöldið er engin önnur en Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú – ein ástsælasta söngkona íslensku þjóðarinnar. Diddú syngur sínar uppáhaldsaríur á tónleikunum líkt og hún gerði fyrr í haust fyrir fullu húsi á tvennum tónleikum í Háskólabíói. Diddú hefur fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu landsmanna með bjartri rödd sinni og heillandi framkomu. Miðasala á tónleikana er við innganginn og húsið verður opnað klukustund fyrir tónleikana. Miðaverð er 2000 krónur, en 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.