EN

29. nóvember 2005

Barokktónleikar á Aðventu

Fimmtudaginn 1. desember verða hinir árlega aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói og verður barokkið allsráðandi. Undir stjórn Harry Bickets munu þau Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Ari Þór Vilhjálmsson, fiðluleikari og Matthías Nardeau óbóleikari ásamt Sinfóníuhljómsveitinni reiða fram glæsilega dagskrá. Miða getur þú keypt hér á netinu í einum grænum! Arfleifð barokktímabilsins í tónlistarsögunni er mikil að vöxtum og glæsileg, hvort sem litið er til kirkjulegrar eða veraldlegrar tónlistar, kammerverka eða verka fyrir hljómsveit. Á seinni árum +++hefur áhugi og þekking tónlistarmanna og tónlistaráhugafólks á þessari gullnámu aukist til mikilla muna. Nú er svo komið að fjölmargir hljóðfæraleikarar og söngvarar sérhæfa sig í flutningi barokktónlistar, leika á upprunaleg hljóðfæri (sem svo eru kölluð þó oft sé reyndar um að ræða eftirlíkingar gamalla hljóðfæra) og leggja sig eftir því að túlka tónlistina í anda þess sem vitað er um flutningsmáta tímabilsins. Þessi nýja og lífvænlega tónlistarmenning hefur að einhverju leyti gert það að verkum að barokktónlist hefur hörfað í hinum hefðbundna tónlistarheimi. Það er þó engin ástæða til að loka dyrum í húsi tónlistarinnar og því hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands ákveðið að tileinka árlega aðventutónleika sína hinni hreinu, tæru og upphöfnu fegurð barokksins. Harry Bicket er einn þeirra hljómsveitarstjóra sem hefur sérhæft sig í flutningi barokktónlistar og hann heldur um tónsprotann í ár. Efnisskrá: Háskólabíó kl. 19:30. Miðaverð: 2.900 / 2.500 kr. Hljómsveitarstjóri: Harry Bicket Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir Einleikari: Ari Vilhjálmsson Einleikari: Matthías Birgir Nardeau Höfundur Verk J.S.Bach: Jauchzet Gott in allen Landen, kantata nr. 51 J.P.Rameau: Boreades, hljómsveitarsvíta J.S.Bach: Konsert f. óbó, fiðlu og strengjasveit G.F.Händel: Vatnasvítan, valdir kaflar