EN

16. nóvember 2006

Ríflega 700 manns vænta boðs á tónleika

Átaksverkefni Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL-Group, Fyrsti konsert er frír, fær skínandi viðtökur og virðist sannarlega hafa hitt í mark. Nú bíða ríflega 700 manns eftir því að koma á tónleika hljómsveitarinnar í fyrsta sinn. Um leið og við þökkum öllu því áhugasama fólki sem hefur skráð sig á listann biðjum við það um leið að sýna biðlund, því enn getur verið nokkur tími í það að boðið berist með tölvupósti. Átakið mun standa fram á næsta ár.