EN

8. janúar 2007

Judith Ingólfsson kemur í stað Reka Silvay

Fiðluleikarinn Reka Zilvay sem leika átti með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíó þann 18. janúar næstkomandi er því miður forfölluð. Í hennar stað kemur Judith Ingólfsson. Efnisskráin tekur því breytingum, í stað fiðlukonserts eftir Bartók leikur Judith fiðlukonsert nr. 5 D-dúr K.V. 219 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Engar breytingar hafa verið gerða á síðari hluta efnisskráarinnar, en þá mun Sinfóníuhljómsveitin leika 7. sinfóníu Bruckners. Judith Ingólfsson er íslenskum tónleikagestum að góðu kunn og hefur margsinnis komið fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, síðast árið 2003 þegar hún lék ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur, og Vovka Ashkenazy, þríleikskonsert Beethovens.