EN

6. febrúar 2007

Tónleikaferð til þriggja landa frá 11. - 20. febrúar

Sinfóníuhljómsveit Íslands leggur upp í tónleikaferð mánudaginn 11. febrúar til þriggja landa og leikur á alls fimm tónleikum. Einleikari í ferðinni er rússneski píanóleikarinn Lilya Zilberstein en það er Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri SÍ sem stjórnar á tónleikum ferðarinnar. Fyrstu tónleikarnir þrír verða í Þýskalandi, fyrstu í Köln 12. febrúar, því næst í Düsseldorf 13. febrúar og að lokum í Braunschweig þann 14. Þaðan verður haldið til Króatíu og leikið í Zagreb 17. febrúar en lokatónleikar ferðarinnar verða í Konzerthaus í Vínarborg 19. febrúar. Tónleikagestum ytra verður boðið upp á fjölbreytta efnisskrá sem verður mismunandi eftir tónleikastöðum en þær samansatanda af eftirfarandi verkum: Galdra Loftur og Trilogia piccola eftir Jón Leifs, píanókonsert Edvard Grieg og Tilbrigði um stef eftir Paganini eftir Sergej Rakhmanínov, sinfónía nr. 2 eftir Sibelíus og 5. sinfónía Sjostakovitjs. Á tónleikunum í Zagreb mun hljómsveitin auk þess leika verkið Inventio eftir heimamanninn Branko Okmaca. Hægt verður að fylgjast með dagbókarfærlsum nokkurra hljómsveitarmeðlima á meðan ferðalaginu stendur á http://sinfonian.blog.is +++ Köln 12. febrúar Kölner Philharmonie Jón Leifs: Forleikur að Galdra Lofti Edvard Grieg: Píanókonsert Jean Sibelius: Sinfónía nr.2 Düsseldorf 13. febrúar Düsseldorf Tonhalle Jón Leifs: Trilogia piccola Sergej Rakhmanínov: Tilbrigði um stef eftir Jean Sibelius: Sinfónía nr.2 Hannover 14. febrúar Stadthalle Braunschweig Jón Leifs: Forleikur að Galdra Lofti Edvard Grieg: Píanókonsert Jean Sibelius: Sinfónía nr.2 Zagreb 17. febrúar Lisinski Concert Hall Branko Okmaca: Inventio Sergej Rakhmanínov: Tilbrigði um stef eftir Jean Sibelius: Sinfónía nr.2 Vínarborg 19. febrúar Konzerthaus Wien – Grosser Saal Jón Leifs: Forleikur að Galdra Lofti Edvard Grieg: Píanókonsert Dímítrí Sjostakovitsj