EN

9. febrúar 2007

Uppselt á tónleika SÍ í Braunschweig og þegar nánast fullt hús í Vínarborg

Líkt og flestir vita heldur Sinfóníuhljómsveitn af stað í tónleikaferð næstu daga. Koma Sinfóníuhljómsveitar Íslands til meginlandsins hefur þegar vakið nokkra athygli.Það fékkst staðfest frá tónleikahöldurum ytra í gær að þegar er orðið uppselt á tónleikana í Braunschweig og aðeins örfá sæti laus á tónleikana í Vínarborg, en nokkrum félögum úr Vinafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands tókst þó að tryggja sér miða á tónleikana sem fara fram í Konzerthaus. Verkefnin hafa verið og verða ærin hjá hljómsveitinni. Á þriðjudag lék hún á Akureyri, í gær, fimmtudag, lék hljómsveitin fyrir fullu húsi í Háskólabíói og lauk svo undirbúningi sínum fyrir tónleikaferðina í morgun með vel heppnuðum menntaskólatónleikum. Haldið verður af stað árla sunnudags og strax á mánudagskvöld verður hljómsveitin komin á svið í Kölnarfílharmóníunni. Alls mun hljómsveitin því leika á atta tónleikum á einungis tveimur vikum.