22. febrúar 2007
Breytt efnisskrá tónleikanna 1. mars
Af óviðráðanlegum ástæðum mun Gunnar Kvaran ekki leika sellókonsert eftir John Speight á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í næstu viku og því hefur efnisskránni verið breytt. Efnisskráin verður því á þessa leið: Ludwig van Beethoven: Egmond, forleikur, Richard Wagner: Wesendonck Lieder, Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 3. Hljómsveitarstjóri verður eftir sem áður Lawrence Renes en einsöngvarinn á tónleikunum er Lilli Paasikivi frá Finnlandi. Efniskrá tónleikanna má lesa hérna.