28. febrúar 2007
Þúsundir barna í heimsókn hjá hljómsveitinni
Þúsundir nemenda úr grunnskólum Reykjavíkur heimsækja Sinfóníuhljómsveit Íslands dagana 5. - 7. mars. Börnunum verður boðið upp skemmtilega tónleika þar sem þemað er "veðrið". Öll verk á tónleikunum tengjast veðrinu á einhvern hátt eins og Árstíðir Vivaldis, Stormurinn úr 6. sinfóníu Beethoven og Þrumur og eldingar eftir Johann Strauss svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson en kynnir Skúli Gautason. Hver veit nema að æskufólkið og kennararnir verði beðin um að taka undir í fjöldasöng. Rigning, stormur, blíða, sólskin, morgunstemning og stakar býflugur í Háskólabíói. Spennandi það! Nánar um efnisskrá: +++ Hljómsveitarstjóri:Bernharður Wilkinson Kynnir: Skúli Gautason “Veðrið” Grunnskólatónleikar í Háskólabíói dagana 5. - 7. mars. Antonio Vivaldi: Árstíðirnar, Veturinn Nacio Herb Brown: Singin’ in the Rain Edvard Grieg: Morgunstemning Benjamin Britten: Four sea interludes Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 6, Stormurinn Nikolaj Rimsky-Korsakov: Býflugan Johann Strauss: Donner und Blitz Tónleikar nr. 1: mánudagur kl. 11.00 Tónleikar nr. 2: þriðjudagur kl. 9.00 Tónleikar nr. 3: þriðjudagur kl. 11.00 Tónleikar nr. 4: miðvikudagur kl. 9.00 Tónleikar nr. 5: miðvikudagur kl. 11.00