7. mars 2007
Anna Guðný, Una og Sigurgeir í Listasafni Íslands á laugardag
Laugardaginn 10. mars heldur kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, KRISTALL, áfram göngu sinni. Tónleikarnir í röðinni fara allir fram í Listasafni Íslands og hefjast ávallt stundvíslega klukkan 17 en á þeim koma hljóðfæraleikarar SÍ fram og leika kammertónlist úr ýmsum áttum. Næstkomandi laugardag verða í eldlínunni þau Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Miðasala er hér á heimasíðu hljómsveitarinnar.