4. júní 2007
Uppselt á Carmen
Augljóslega fer áhugi tónleikagesta á óperu George Bizet, Carmen ekki dvínandi. Allir miðar eru nú seldir á tónleika hljómsveitarinnar á fimmtudaginn en ætla má að glæsilegur hópur einsöngvara heilli ekki síður en verkið. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Garðar Thór Cortes, Auður Gunnarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson stíga á stokk með hljómsveitinni og flytja stytta tónleikaútgáfu af verkinu. Einnig mun sönghópurinn Hljómeyki syngja á tónleikunum. Hljómsveitarstjóri er Nicolae Moldoveanu. Athugið að einungis verður um þessa einu tónleika að ræða.