EN

28. júní 2007

Miðasala í Háskólabíói til 17.00 og í Laugardalshöll frá kl. 18.00

Þeir sem eiga eftir að sækja miða sína á tónleikana í kvöld, THE WALL, eða annað kvöld geta vitjað þeirra í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói frá klukkan 9.00 -17.00 fimmtudag og föstudag. Miðasala í Laugardalshöll verður opin frá klukkan 18.00 bæði kvöldin. Á milli klukkan 17 og 18 verður því ekki hægt að sækja miða. Athugið að hægt að framvísa miðum sem prentaðir hafa verið út eftir kaup á netinu hjá midi.is. Laugardalshöllin verður opin frá klukkan 18.30 bæði kvöldin og hægt að njóta ljúfra veitinga og lesa efnisskrána í rólegheitum fyrir tónleikana. Forðumst biðraðir og mætum snemma. Góða skemmtun.