EN

29. júní 2007

Einstaklega vel heppnaðir tónleikar í gærkvöldi. Ósóttar pantanir á tónleikana í kvöld seldar núna.

Tónleikagestir fóru sannarlega ekki sviknir heim úr Laugardalshöll í gærkvöld eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Dúndurfrétta þegar þessar tvær eðalsveitir tóku höndum saman og fluttu The Wall eftir Pink Floyd. Frá byrjun voru áheyrendur vel með á nótunum og nutu hvers augnabliks. Nokkuð er um ósóttar pantanir á tónleikana í kvöld en þær verða seldar í dag. Svo nú er um að gera að tryggja sér miða á einstakan tónleikaviðburð. Miðasalan er í fullum gangi á netinu.