3. júlí 2007
Sumarleyfi á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Skrifstofa SÍ verður lokuð vegna sumarleyfa til 7. ágúst næstkomandi. Áskrifendur mega vænta þess að fá ársbækling sendan í pósti strax eftir verslunarmannahelgi ásamt svarseðli sem þeir geta sent til baka sér að kostanaðarlausu. Kjörið er að nýta slíka sendingu til þess að koma á framfæri hugsanlegri breytingu á högum, svo sem búsetuskiptum. Starfsfólk Sinfóníuhljómsveitarinnar óskar öllum gleðilegra og sólríkra daga og þakkar fyrir ánægjulegt starfsár sem nú er að baki. Áskrifendur hafa tíma til að endurnýja skírteini sín frá 10. ágúst til 31. ágúst. Sala nýrra áskriftarskírteina hefst mánudaginn 3. september.