EN

9. ágúst 2007

Nýtt starfsár hafið

Næstu daga munu áskrifendur SÍ fá nýjan og glæsilegan ársbækling inn um bréfalúguna ásamt svarseðlum og umslögum til endursendingar. Almenn sala hefst mánudaginn 3. september en fram að þeim tíma hafa áskrifendur svigrúm til að endurnýja áskrift sína eins og venja er til. Fyrstu tónleikar starfsársins verða fimmtudaginn 6. september. Efnisskráin er að vanda fjölbreytt og spennandi og ættu allir tónlistarunnendur að finna þar eitthvað til að gleðja tóneyru sín. Yfirlit yfir tónleika starfsársins er að finna undir Tónleikaárið en hér er hægt aðsækja ársbæklinginn á PDF-formi. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um einstaka tónleika, verkin, höfundana og flytjendurna.