EN

9. ágúst 2007

Ari, Atli og Igor hefja leikinn

Á upphafstónleikum hljómsveitarinnar mun hinn ungi fiðluleikari Ari Þór Vilhjálmsson leika fiðlukonsert Mozarts nr. 3, sem tónskáldið samdi aðeins nítján ára gamall. Þá verður einnig frumflutt verk Atla Heimis Sveinssonar, Alla Turca og svo framvegis..., þar sem Atli hyllir meistarann frá Salzburg eins og honum einum er lagið. Hið magnþrungna Vorblót Stravinskíjs rekur síðan endahnútinn á tónleikana. Aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar, Rumon Gamba, verður við stjórnvölinn.