EN

3. september 2007

Sinfóníudagurinn

Laugardaginn 8. september nk. gefst öllum áhugasömum tækifæri til að kynnast Sinfóníuhljómsveitinni, en þá verður Sinfóníudagurinn haldinn í Háskólabíói. Dagskráin hefst kl. 13 með því að einstakir hljóðfærahópar hljómsveitarinnar kynna sig og hljóðfæri sín fyrir gestum í anddyri og hliðarsölum bíósins. Trúðurinn Barbara mun veita tónlistarmönnunum dygga aðstoð við þetta starf. Klukkan 14.30 verða síðan stuttir tónleikar með allri hljómsveitinni í aðalsalnum, og þá verður líka dregið í happdrætti sem gestir Sinfóníudagsins geta tekið þátt í. Starfsfólk Sinfóníunnar mun jafnframt veita áhugasömum ráðgjöf og aðstoð við að velja sér áskriftarleiðir eða raða saman skemmtilegum og spennandi regnbogakortum. Miðasalan verður opin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.