EN

11. september 2007

Níræðisafmæli fagnað

Hljómsveitin flytur Völuspá Jóns Þórarinssonar á tónleikum sínum á fimmtudagskvöldið. Það fer vel á því, en Jón fagnar einmitt níræðisafmæli sínu sama dag. Völuspá er hans viðamesta verk, samið í tilefni Þjóðhátíðarinnar 1974. Auk SÍ taka Selkórinn og Ágúst Ólafsson einsöngvari þátt í flutningnum. Textinn er vitaskuld sóttur í samnefnt kvæði, en tvö önnur verk á efnisskránni sækja innblástur sinn í fornar bækur og menningu. Sögudraumur Carls Nielsen tónsetur atvik úr Njálu og Tapiola Sibeliusar lýsir heimkynnum finnsks skógarguðs.